Dagskrá sorplosunar í Skagafirði.

Vikan 5. til 9. nóv

Söfnun á bændaplasti mánudaginn 5. nóv. Frá Fljótum og að Hegranesi.
Næsta mánudag - 12. nóv. verður farið vestur fyrir.

Skv. dagatali átti að taka Hegranesið í dag mánudag, en því miður komumst við ekki í það fyrr en á þriðjudag eða miðvikudag.

Þriðjudagur 6. nóv - Varmahlíð svört tunna

Miðvikudagur 7. nóv. - hræbíllinn. Pantið á netfanginu flokka@flokka.is eða í síma 453-5000

Föstudagur 9. nóv. - Neðri bær - græn tunna.

Við viljum biðja fólk að passa upp á að brúna hólfið detti ekki niður í tunnuna og lendi undir ruslapokum, þá er meiri hætta á því að því sé hent með ruslinu.

Þá langar okkur líka til að minna á opnunartímann hér í Flokku, við erum með opið ALLA daga vikunnar, samt setur fólk rusl fyrir utan lokað hliðið, það er ekki í lagi.

Vinsamlega virðið opnunartíma.
Mán.-fim: 9-18
Fös: 9-17
Lau: 11-15
Sun: 16-18.

Eigið góða vinnuviku :-)

Hvítasunnuhelgin framundan

Opnunartími um helgina og fleira.

Þar sem Hvítasunnuhelgin er framundan er rétt að auglýsa breyttan opnunartíma á sunnudag og mánudag.

Sunnudagur 20. maí - LOKAÐ
Mánudagur 21. maí - OPIÐ frá kl 16-18

Við biðjum fólk vinsamlega um að virða opnunartíma og ekki skilja rusl eftir fyrir utan lokað hliðið eins og því miður hefur stundum gerst þá fáu daga sem við höfum lokað.

Í dag föstudag verður svarta tunnan losuð í efra hverfi. Tilvalið að þrífa tunnuna um helgina fyrir sumarhitann sem nálgast - einhverntíman - vonandi :-)

Eftir helgi er á plani að losa í Hegranesi, svarta tunnu í Varmahlíð og svo græna tunnu í neðri bæ.

Hræbíllinn verður á ferðinni næsta miðvikudag eins og venjulega.

Gleðilega Hvítasunnu.

Minnum á dagatalið okkar.

Maí 2018

Í dag 4. maí verður losuð græna tunnan í Hlíða- og Túnahverfi.

Plastbíllinn verður á ferðinni austur fyrir á mánudaginn - 7. maí og svo vestur fyrir mánudaginn þar á eftir - 14. maí.

Hræbíllinn er á ferðinni eins og venjulega á miðvikudögum - munið að panta bílinn í síma 453-5000 eða á flokka@flokka.is

 

 

feb-mai 2018.jpg

Söfnun á bændaplasti og áburðarsekkjum

Bændur athugið!

Vegna söfnunar á áburðarsekkjum viljum við benda á að taka þarf í burtu plastpokann sem er innaní áburðarsekknum. Þetta plast er mengað af áburði og er því ekki endurvinnanlegt.
Það má safna því saman og setja í poka sem við getum tekið með í söfnun á bændaplasti og áburðarsekkjum.

Eins viljum við minna á að svart rúlluplast þarf að flokka sér og allt plast þarf að vera laust við annað rusl s.s. netið utan af rúllunum og þess háttar.

Næstu ferðir í bændaplastsöfnun eru:
7. maí "vestur fyrir" - Fljót, Sléttuhlíð, Óslandshlíð, Hjaltadal, Viðvíkursveit og Hegranes.
14. maí "austur fyrir" - Lýtingsstaðarhrepp, Seyluhrepp, Staðarhrepp og Skarðshrepp.

Sumarkveðja, starfsfólk Flokku og Ó.K. Gámaþjónustu.

 

 Góður frágangur á sekkjum.

Góður frágangur á sekkjum.

 Hreint baggaplast.

Hreint baggaplast.

Söfnun á rúlluplasti á Skaga

Fimmtudaginn 15. mars.

Fyrirhugað er að fara í plastsöfnun á Skaga fimmtudaginn 15. mars. Við munum hringja á bæina eins og venjan er - en það er hægt að fara að undirbúa þetta.

Vinsamlega hafið plastið hreint og laust við annað rusl s.s. netin utan af rúllunum og þess háttar - þið kunnið þetta.

Svart rúlluplast er ekki tekið þar sem enginn endurvinnsluaðili vill lengur fá það til sín.