Söfnun á baggaplasti, apríl 2017

Fyrsta mánudag í hverjum mánuði er sótt plast í Sléttuhlíð, Óslandshlíð, Hjaltadal. Viðvíkursveit og Hegranes.
Annan hvern mánuð er farið í Fljótin og sótt plast þar (nóv - jan - mars - maí)

Þannig að 3. apríl verður plast sótt á þessu svæði og 2. maí (þar sem mánudagurinn 1. maí er frídagur) verður líka farið í Fljótin.

Annan mánudag í hverjum mánuði er sótt plast í Lýtingsstaðarhrepp, Seyluhrepp, Staðarhrepp og Skarðshrepp.
Næsta dagsetning fyrir það svæði er því 10. apríl.

Hægt er að láta vita af plasti og panta "heimsókn" í síma 453-5000 eða á flokka@flokka.is

Vinsamlega athugið að plastið þarf að vera hreint og laust við annað rusl.