Bæjarhreinsun á morgun - föstudaginn 18. ágúst

Föstudagurinn 18. ágúst - Græna tunnan í neðri bæ.

Hjá okkur í Flokku ehf og Ó.K. Gámaþjónustu ehf. hafa verið sumarfí starfsmanna eins og gengur og gerist á þessum árstíma. Af þeim sökum hefur ýmislegt setið á hakanum eða gengið hægar en venjulega. Við viljum þakka ykkur fyrir þolinmæðina og ábendingar og munum gera allt sem við getum að ná upp verkefnalistanum.

Á morgun munu vaskir unglingar skokka um neðri bæinn með ruslabílnum og tæma hjá ykkur grænu tunnuna.

Þá er ágætt að minna á að það á EKKERT RUSL að fara í grænu tunnuna. Ef ein tunna, þar sem illa er flokkað og rusl sett með, er sturtað í bílinn þá getur farið svo að sú eina tunna skemmi "farminn" og geri þess vegna lítið úr annars góðri flokkun.

Til upprifjunar:
Plast - hart og lint - má fara saman í glæran plastpoka.
Pappír og dagblöð fer saman - annað hvort í t.d. morgunkornspakka eða í glæran poka.
Áldósir fara sér í glæran poka.
Bylgjupappi má fara laus í tunnuna.

Passa að allt endurunnið efni sé hreint og þurrt.

Þetta er t.d. ekki hægt að endurvinna þótt þetta sé bylgjupappi:

Hér er búið að setja málningu í kassann og því er hann orðinn sem almennt rusl.