Hvernig flokka ég jólapappír og fleira.

Ýmislegt fellur til á þessum árstíma sem vekur spurningar um flokkun.

Jólapappír fer í almennt sorp - þessi pappír er yfirleitt með glansáferð sem þykir ekki góð í bland við endurvinnanlegan pappír. Því viljum við ekki fá hann í grænu tunnuna.
Eins er með gjafaböndin og annað pakkaskraut - þetta er yfirleitt hvorki pappi né plast og skal fara í urðun.

Mandarínu kassarnir fara í urðun - best er að skila þeim hingað í Flokku þar sem þeir taka mikið pláss í tunnunni.

Þar sem tunnurnar fyllast fljótar á þessum árstíma og þá sérstaklega svarta tunnan, gæti reynst nauðsynlegt að koma með jólapappírinn, pakkaskrautið, pappaumbúðir og annað í Flokku. Tunnurnar eru einungis losaðar einu sinni í mánuði og við vitum öll hvað mikið af aukarusli fylgir þessum dögum.

Þá viljum við biðja ykkur um að þrífa endurunnið efni s.s. plastumbúðir og annað vel áður en það er sett í grænu tunnuna.

Þetta eru næstu tunnulosanir í Skagafirði:

Neðri bær: svört tunna 21. des, græn tunna 4. jan, svört tunna 18. jan.
Efri bær: svört tunna 28. des, græn tunna 11. jan, svört tunna 25. jan.

Hólar og Hofsós: græn tunna 27. des, svört tunna 8. jan, græn tunna 22. jan.
Varmahlíð: svört tunna 2. jan, græn tunna 15. jan, svört tunna 29. jan.

Hræbíllinn verður næst á ferðinni 27. des

Bændaplasti verður safnað 7. og 14. janúar.

Svo minni ég bara aftur á opnunartímann okkar:

flokka.jpg

GLEÐILEG JÓL