Áramótin í Flokku

Nú eru áramótin framundan og rétt að minna á opnunartíma Flokku.

Laugardagur 29. des. OPIÐ frá 11-15
Sunnudagur 30. des. OPIÐ frá 16-18
Mánudagur 31. des. OPIÐ frá 9-12 (skrifstofan verður lokuð)
Þriðjudagur 1. jan. LOKAÐ !!
Miðvikudagur 2. jan - opnum aftur eins og venjulega, 9-18.

Við viljum líka minna ykkur á að allt flugeldarusl (skoteldar, blys og tertur) fer í urðun - ekkert af því á að fara í grænu tunnuna, nema þá pappi utan af t.d. blysum eða öðru og plast. Ef umbúðir eru samansettar af bæði pappa og plasti (eins og kassar utan um fjölskyldupakka eða eitthvað þessháttar) þá þarf að aðskilja pappa og plast eigi þetta að fara í endurvinnslu.
Ónotaðir skoteldar fara ekki í tunnuna, þeim á að skila í endurvinnslustöðina sem spilliefni.

Höfum gaman saman og tínum svo upp ruslið eftir okkur :-)

Hér á heimasíðunni, flokka.is, má finna frekari upplýsingar um losanir í kringum áramót.

Farið varlega í umgengni með flugeldana og gleðilegt nýtt ár - 2019

Starfsmenn Ó.K. Gámaþjónustu ehf eru í óðaönn að græja brennuna - Gleðilegt nýtt ár 2019.

Starfsmenn Ó.K. Gámaþjónustu ehf eru í óðaönn að græja brennuna - Gleðilegt nýtt ár 2019.