Söfnun á rúlluplasti á Skaga

Fimmtudaginn 15. mars.

Fyrirhugað er að fara í plastsöfnun á Skaga fimmtudaginn 15. mars. Við munum hringja á bæina eins og venjan er - en það er hægt að fara að undirbúa þetta.

Vinsamlega hafið plastið hreint og laust við annað rusl s.s. netin utan af rúllunum og þess háttar - þið kunnið þetta.

Svart rúlluplast er ekki tekið þar sem enginn endurvinnsluaðili vill lengur fá það til sín.