Söfnun á bændaplasti og áburðarsekkjum

Bændur athugið!

Vegna söfnunar á áburðarsekkjum viljum við benda á að taka þarf í burtu plastpokann sem er innaní áburðarsekknum. Þetta plast er mengað af áburði og er því ekki endurvinnanlegt.
Það má safna því saman og setja í poka sem við getum tekið með í söfnun á bændaplasti og áburðarsekkjum.

Eins viljum við minna á að svart rúlluplast þarf að flokka sér og allt plast þarf að vera laust við annað rusl s.s. netið utan af rúllunum og þess háttar.

Næstu ferðir í bændaplastsöfnun eru:
7. maí "vestur fyrir" - Fljót, Sléttuhlíð, Óslandshlíð, Hjaltadal, Viðvíkursveit og Hegranes.
14. maí "austur fyrir" - Lýtingsstaðarhrepp, Seyluhrepp, Staðarhrepp og Skarðshrepp.

Sumarkveðja, starfsfólk Flokku og Ó.K. Gámaþjónustu.

 

Góður frágangur á sekkjum.

Góður frágangur á sekkjum.

Hreint baggaplast.

Hreint baggaplast.