Hvítasunnuhelgin framundan

Opnunartími um helgina og fleira.

Þar sem Hvítasunnuhelgin er framundan er rétt að auglýsa breyttan opnunartíma á sunnudag og mánudag.

Sunnudagur 20. maí - LOKAÐ
Mánudagur 21. maí - OPIÐ frá kl 16-18

Við biðjum fólk vinsamlega um að virða opnunartíma og ekki skilja rusl eftir fyrir utan lokað hliðið eins og því miður hefur stundum gerst þá fáu daga sem við höfum lokað.

Í dag föstudag verður svarta tunnan losuð í efra hverfi. Tilvalið að þrífa tunnuna um helgina fyrir sumarhitann sem nálgast - einhverntíman - vonandi :-)

Eftir helgi er á plani að losa í Hegranesi, svarta tunnu í Varmahlíð og svo græna tunnu í neðri bæ.

Hræbíllinn verður á ferðinni næsta miðvikudag eins og venjulega.

Gleðilega Hvítasunnu.