Upprifjun á grænu tunnunni - hvað - hvernig ?

Svona flokkum við í Skagafirði:

Til upprifjunar og fróðleiks. Svona viljum við láta ganga frá endurvinnanlegu efni í grænu tunnuna:

Pappi - bylgjupappi - hann má fara laus í grænu tunnuna. Mikilvægt er þó að brjóta hann saman eins og hægt er svo hann fylli ekki tunnuna strax. Stóra pappakassa undan húsgögnum eða öðru er best að koma með í Flokku - annars endist ykkur ekki tunnan í þær 4 vikur sem eru milli losana.

Pappi - bylgjupappi - hann má fara laus í grænu tunnuna. Mikilvægt er þó að brjóta hann saman eins og hægt er svo hann fylli ekki tunnuna strax. Stóra pappakassa undan húsgögnum eða öðru er best að koma með í Flokku - annars endist ykkur ekki tunnan í þær 4 vikur sem eru milli losana.

Pappír - dagblöð - sléttur pappír - eggjabakkar - má fara laust í grænu tunnuna. Þó ráðleggjum við ykkur að reyna að nota t.d. kassa utan af morgunkorni eða einhverju slíku til að halda þessu saman. Verra ef þetta fer að fjúka við losun og eins fara litlir miðar gjarnan út um allt séu þeir lausir.

Pappír - dagblöð - sléttur pappír - eggjabakkar - má fara laust í grænu tunnuna. Þó ráðleggjum við ykkur að reyna að nota t.d. kassa utan af morgunkorni eða einhverju slíku til að halda þessu saman. Verra ef þetta fer að fjúka við losun og eins fara litlir miðar gjarnan út um allt séu þeir lausir.

Umbúðaplast sem fellur til á heimilinu má allt fara saman í einn glærann poka og þannig í grænu tunnuna. Hart plast s.s. undan skyri og þess háttar, mjúkt plast utan af brauði og annað sem til fellur. Þetta þarf þó auðvitað allt að vera hreint og þurrt. Glær poki er nauðsyn svo okkar fólk sjái hvað innihaldið er þegar flokkað er af bandinu.  Annað hart plast s.s. leikföng - herðatré - balar - plastkassar - fer ekki í endurvinnsluna hjá okkur - þetta ber ekki úrvinnslugjald og svarar ekki kostnaði að flytja erlendis til endurvinnslu, auk þess sem plast er ekki bara plast og er því misjafnt til endurvinnslu. Okkar móttökuaðilar erlendis setja ákveðnar kröfur um hvaða plasti þeir taka við.  Við viljum þó vekja athygli á því að við erum enn að senda út til Svíþjóðar til endurvinnslu - EKKI Í BRENNSLU - því er mjög mikilvægt að þið þrífið og flokkið áfram.

Umbúðaplast sem fellur til á heimilinu má allt fara saman í einn glærann poka og þannig í grænu tunnuna. Hart plast s.s. undan skyri og þess háttar, mjúkt plast utan af brauði og annað sem til fellur. Þetta þarf þó auðvitað allt að vera hreint og þurrt. Glær poki er nauðsyn svo okkar fólk sjái hvað innihaldið er þegar flokkað er af bandinu.

Annað hart plast s.s. leikföng - herðatré - balar - plastkassar - fer ekki í endurvinnsluna hjá okkur - þetta ber ekki úrvinnslugjald og svarar ekki kostnaði að flytja erlendis til endurvinnslu, auk þess sem plast er ekki bara plast og er því misjafnt til endurvinnslu. Okkar móttökuaðilar erlendis setja ákveðnar kröfur um hvaða plasti þeir taka við.

Við viljum þó vekja athygli á því að við erum enn að senda út til Svíþjóðar til endurvinnslu - EKKI Í BRENNSLU - því er mjög mikilvægt að þið þrífið og flokkið áfram.

Fernur þarf að skola og láta þorna. Við tökum líka á móti safa fernum þótt það sé ál innaní. Það þarf ekki að fjarlægja plasttappana. Gott er að brjóta fernurnar saman og setja í eina til að þetta taki sem minnsta plássið í tunnunni.

Fernur þarf að skola og láta þorna. Við tökum líka á móti safa fernum þótt það sé ál innaní. Það þarf ekki að fjarlægja plasttappana. Gott er að brjóta fernurnar saman og setja í eina til að þetta taki sem minnsta plássið í tunnunni.

Ál - niðursuðudósir - álpappír - þetta fer saman í glærann poka og þannig í grænu tunnuna. Aftur er það nauðsynlegt að okkar fólk sjái innihaldið - en við viljum fá þetta í poka til að fækka handtökunum við flokkunarfæribandið. Allt efni hjá okkur er handflokkað af bandi - við erum ekki með segla eða annann búnað til að aðstoða við flokkun.

Ál - niðursuðudósir - álpappír - þetta fer saman í glærann poka og þannig í grænu tunnuna. Aftur er það nauðsynlegt að okkar fólk sjái innihaldið - en við viljum fá þetta í poka til að fækka handtökunum við flokkunarfæribandið. Allt efni hjá okkur er handflokkað af bandi - við erum ekki með segla eða annann búnað til að aðstoða við flokkun.

Annað efni en það sem talið er upp hér að ofan á ekki erindi í grænu tunnuna. Bleijur, kattarsandur, dauðir fuglar, ónýtar kartöflur og annað - þetta er ekki það sem við viljum sjá í grænu tunnunni.

Við viljum líka benda á að ef græna tunnan er ekki með hreinu endurvinnanlegu efni þá getur hún skemmt út frá sér. Ef óhrein tunna er losuð í bílinn getur það orðið til þess að annars ágætt endurvinnanlegt efni fer í urðun. Við getum ekki sent frá okkur óhreint efni til okkar endurvinnsluaðila.

Vonum að þetta hafi verið einhverjum til fróðleiks og gagns.