Létt áminning til fyrirtækja á svæðinu.

Varðandi flokkun á efni til endurvinnslu hjá fyrirtækjum.

Blöð eiga að fara saman í poka - ekki vera laus í gámum/körum.
Umbúðaplast á einnig að fara saman í poka - ekki vera laust.
Fernur þarf að skola og setja sér - passa að þær séu þurrar og hreinar.
Áldósirnar þurfa líka að vera hreinar og þurrar og settar sér.

Ekki má setja í endurvinnslugáma það sem er óhreint t.d. plast utan af matvælum s.s. utan af forsoðnum kartöflum, plast úr fiskiöskjum, plast utan af skinku og öðru þess háttar. Þetta þarf að þrífa vel og þurrka. Einnig má ekki setja saman pappaöskjurnar utan af fiski með plastinu í. Þetta þarf að flokka í sundur.

Spreybrúsar, tónerar, málning og annað spilliefni á ekki að fara í flokkunargámana, þessu þarf að skila inn á flokkunarstöðina sjálfa.
Matarolía er ekki endurvinnanleg - henni þarf að skila inn á flokkunarstöðina - ekki má setja hana í ruslagámana. Brúsarnir undan henni eru ekki endurvinnanlegir, þeim á líka að skila inn.

Frauðplast fer ekki í endurvinnslu - eins og bakkarnir undan tilbúnum mat. Þetta er rusl. Það hefur borið á því að þetta komi í endurvinnslu og jafnvel með matnum í.
Matarafgangar eiga ekki heima með efni í endurvinnslu, afganga þarf að fjarlægja t.d. úr pítsukössum.

Að lokum: ef kar eða gámur eru "menguð" af almennu rusli þá getur flokkunin verið til einskis og jafnvel skemmt fyrir öðrum, þar sem þetta fer allt í sama bílinn.

 

Opnunartími yfir jól og áramót

Svona verður opnunartíminn yfir jól og áramót hjá Flokku:

opnun um hátíðina-1.jpg

Einnig viljum við minna á hvenær sorphreinsun fer fram þessa daga:
Hegranes - mánudaginn 18. des.
Varmahlíð græn tunna og Hólar svört - þriðjudaginn 19. des.
Neðri bær svört tunna - föstudaginn 22. des - farið af stað fyrir hádegi
Hofsós græn tunna og Hólar svört - miðvikudaginn 27. des.
Efri bær svört tunna - föstudaginn 29. des. - farið af stað fyrir hádegi.

ATH-ATH-ATH
JÓLAPAPPÍR Á EKKI AÐ FARA Í GRÆNU TUNNUNA.

Dagskrá það sem eftir lifir nóv.

Nú er kominn 14. nóv svo það er ekki seinna vænna en setja inn dagskrá.

Miðvikudaginn 15. nóv verður hræbíllinn á ferðinni - eins og alla aðra miðvikudaga - panta þarf bílinn á netfanginu flokka@flokka.is eða í síma 453-5000.

17. nóv - Græn tunna Hlíðar- og Túnahverfi
20. nóv - Hegranes
21. nóv - Varmahlíð græn tunna/Hólar svört
24. nóv - Svört tunna - neðri bær
28. nóv - Hofsós græn tunna/Hólar svört.

Eins og áður sagði er hræbíllinn alltaf á ferðinni á miðvikudögum.

Plast er tekið sem hér segir:
Fyrsti mánudagur í mánuði - farið austur fyrir - þó er bara farið í Fljótin í nóv, jan, mars, maí og jún.
Annar mánudagur í mánuði - farið vestur fyrir.

Minni líka á að dagskrá um sorphirðu er að finna hér á heimasíðunni.

Dagskrá sorphirðu í október.

Sorphirða.

Í dag mánudaginn 2. okt var farið "austur fyrir" að sækja heyrúlluplast.

3. okt Hofsós - græn tunna / Hólar - svört tunna
4. okt Hræbíllinn á ferðinni. Panta þarf bílinn á flokka@flokka.is eða í síma 453-5000
6. okt Hlíðar- og Túnahverfi - svört tunna
9. okt Hegranes - flokkað
9. okt Heyrúlluplast sótt "vestur fyrir"
10. okt Varmahlíð - svört tunna / Hólar - svört tunna
11. okt Hræbíllinn
13. okt Neðri bær - græn tunna
17. okt Hofsós - svört tunna / Hólar - svört tunna
18. okt Hræbíllinn
20. okt Hlíðar- og Túnahverfi - græn tunna
23. okt Hegranes - flokkað
24. okt Varmahlíð - græn tunna / Hólar - svört tunna
25. okt Hræbíllinn
27. okt Neðri bær - svört tunna
31. okt Hofsós - græn tunna / Hólar - svört tunna

Minni svo á litadagatalið okkar en það er að finna hér: http://flokka.is/dagskra-sorplosunar/