En... Hvers vegna að flokka?

 

  • Til að halda umhverfinu okkar og jörðinni allri hreinni
  • Til að varðveita og fullnýta þann efnivið sem við höfum 
  • Til að spara orku
  • Til að draga úr sorpi og ruslahaugum úti í náttúrunni
  • Til að auka líkurnar á að við getum skilað komandi kynslóðum jörð sem er enn lifandi, rík af auðlindum og velmeð farin

Við erum að flokka til að ganga ekki endalaust á auðlindir jarðarinnar. Í stað þess að vera endalaust að höggva niður tré til að framleiða pappír, þá endurvinnum við þann pappír sem hefur þjónað sínu hlutverki, hvort sem það hlutverk hefur verið dagblað, kassi eða umbúðir utan af morgunkorni, nýtum svo pappírinn aftur í sama tilgangi. Við flokkum plast, bæði hart og lint, og sendum í endurvinnslu í stað þess að senda það í urðun á ruslahauga þar sem það tekur náttúruna hundruðir ára að brjóta það niður.

Við flokkum til að eiga kost á að veita komandi kynslóðum þá framtíð sem við teljum þau eiga skilið, á jörð sem ennþá verður uppfull af auðlindum!