Flokka ehf var stofnuð 1. júní 2006.

 

Þá hófst vinna við könnun á magni af þeim efnum sem endurnýtanleg væru og hvað þau gæfu af sér.

Í byrjun júní 2007 var hafist handa við byggingu móttökustöðvarinnar að Borgarteig 12 og má segja að framkvæmdir hafi gengið mjög vel. Þann 22. febrúar 2008 fór formleg vígsla fram. Starfsemin hófst 1. mars 2008 og þá var gamla gámasvæðinu lokað. Flokka tekur á móti öllum úrgangi nema lífrænum úrgangi.

 

 

Nánar um flokku

Flokka er dótturfyrirtæki Ó.K. gámaþjónustu ehf. Eigendur Ó.K. gámaþjónustu ehf eru Ómar Kjartansson framkvæmdastjóri og Brynhildur Sigtryggsdóttir. Hjá Flokku eru 2,5 stöðugildi en hjá Ó.K. gámaþjónustu eru 6 stöðugildi.